Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. mars 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nafngreina leikmenn sem voru ósáttir við Nagelsmann
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann var í síðustu viku rekinn úr stjórastarfinu hjá Bayern München í Þýskalandi.

Það eru gríðarlegar kröfur gerðar hjá Bayern og þótt liðið sé bara einu stigi frá toppnum í þýsku úrvalsdeildinni þá fékk Nagelsmann sparkið.

Bild greinir frá því að búningsklefinn hjá Bayern skiptist í tvær fylkingar út af þessari ákvörðun félagsins.

Í grein Bild segir að Manuel Neuer, Sven Ulreich, Serge Gnabry, Leroy Sane, Jamal Musiala, Joao Cancelo og Sadio Mane hafi verið ósáttir við þjálfarann og fagni brottrekstri hans.

Það vekur athygli að Cancelo sé á þessum lista en hann gekk í raðir félagsins út af ósætti við Pep Guardiola, stjóra Man City.

Aðrir leikmenn eins og Joshua Kimmich, Leon Goretzka, Matthijs de Ligt, Dayot Upamecano og Benjamin Pavard voru svekktir að sjá þjálfarann fara.

Nagelsmann er núna sterklega orðaður við Tottenham.

Sjá einnig:
Kahn: Getum ekki sætt okkur við frammistöðuna
Athugasemdir
banner
banner
banner