Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 27. mars 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill ekki fara til Man Utd - Bláir súrir út í Tuchel
Powerade
Evan Ferguson er spennandi framherji.
Evan Ferguson er spennandi framherji.
Mynd: Getty Images
Tuchel vill fá mann úr þjálfarateymi Chelsea.
Tuchel vill fá mann úr þjálfarateymi Chelsea.
Mynd: EPA
Onana til Lundúna?
Onana til Lundúna?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á þessum mánudegi er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade. Fullt af molum, líklega eru menn að lauma molum hingað og þangað í landsleikjahléum.



Manchester United vill fá Goncalo Ramos (21) frá Benfica. Framherjinn er með riftunarákvæði í samningnum sínum, Benfica verður að samþykkja tilboð upp á 120 milljónir evra. (Record)

Evan Ferguson (18) mun hafna tækifærinu til að fara til United því írski framherjinn telur sig betur settan hjá Brighton að þróa sinn leik. (Sun)

Man Utd er að skoða David Raya (27) sem mögulegan arftaka David de Gea (32) sem enn á eftir að skrifa undir nýjan samning. (Give Me Sport)

Chelsea er tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Victor Osimhen (24). (Football Insider)

Chelsea er í viðræðum við N'Golo Kante (31) um nýjan tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu til viðbótar. (Fabrizio Romano)

Þeir bláu eru súrir yfir því að Thomas Tuchel, sem tekinn er við Bayern, hafi opinberað að hann vilji fá Anthony Barry frá Chelsea í þjálfarateymi sitt í Þýskalandi. (Telegraph)

Arsenal er með það í forgangi að reyna aftur við Moises Caicedo (21) hjá Brighton í sumar. (Football Transfers)

Aston Villa, Newcastle og Brighton hafa öll áhuga á því að fá Alex Oxlade-Chamberlain (29) í sínar raðir. Samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. (Mail)

Newcastle hefur áhuga á því að fá James Ward-Prowse (28) frá Southampton. (Football Insider)

Kim Min-jae (26) hefur verið orðaður við Man Utd en hann segist ekki hafa áhuga á sögusögnum og einbeiti sér að því að spila með Napoli. (Mail)

Barcelona hefur skráð sig úr keppninni um að fá Ruben Neves (26) frá Wolves í sumar. (Fichajes)

Sergio Busquets (34) hefur enn ekki samþykkt nýjan samning við Barcelona og gæti farið í MLS í sumar. (Mundo Deportivo)

Ilkay Gundogan (32) er í viðræðum við Barcelona um samning. Manchester City hefur ekki trú á því að Gundogan vilji vera áfram í Manchester. Samningur hans rennur út í suma. (Sport)

Barca vill ekki að Dani Olmo (24) framlengi samning sinn við RB Leipzig. Ef hann gerir það ekki þá gæti Barca fengið hann frítt sumarið 2024. (Mundo Deportivo)

Chelsea og Arsenal munu berjast um að fá Amadou Onana (21) frá Everton. (Fichajes)

Yfirmaður brasílíska sambandsins er á því að Carlo Ancelotti sé fullkominn kostur til að taka við af Tite sem þjálfari landsliðsins. (Reuters)
Athugasemdir
banner
banner