
Eitt af stóru verkefnum Arnars Gunnlaugssonar, landsliðsþjálfara, í framhaldinu verður að fá meira út úr Alberti Guðmundssyni.
Albert byrjaði báða leikina gegn Kosóvó en fann sig ekki. Hann komst lítið í takt í báðum leikjum.
Albert byrjaði báða leikina gegn Kosóvó en fann sig ekki. Hann komst lítið í takt í báðum leikjum.
„Það kom ekkert út úr Alberti," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þegar rætt var um frammistöðu Alberts í leikjunum gegn Kosóvó.
„Albert var rosa týndur í þessu verkefninu sem er leiðinlegt því maður man vel eftir síðasta verkefni sem hann var í, leikjunum gegn Ísrael og Úkraínu. Þar var hann að spila eins og bara besti leikmaður í heimi," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.
Albert, sem er á mála hjá Fiorentina á Ítalíu, hafði verið að glíma við meiðsli áður en hann kom inn í verkefnið núna og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á hann.
Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir