Þann 5. apríl verður flautað til leiks í Bestu deildinni og upphitun Fótbolta.net er í fullum gangi. Í hlaðvarpsseríunni Niðurtalningin er rætt við stuðningsmenn og sérfræðinga um liðin.
Vestra er spáð ellefta sæti í deildinni og þeir Aron Guðmundsson og Sigurgeir Sveinn Gíslason mættu í þáttinn. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vestra.
Vestra er spáð ellefta sæti í deildinni og þeir Aron Guðmundsson og Sigurgeir Sveinn Gíslason mættu í þáttinn. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vestra.
„Ég var ekkert rólegur fyrir einhverjum vikum og mánuðum þegar það voru fréttir um að þessi og hinn leikmaður væru á förum. Eftir því sem hefur liðið á og bæst í hópinn hefur trúin eflst og ég er þokkalega bjartsýnn á tímabilið. Við verðum ekkert fallbyssufóður," segir Aron, sem er íþróttafréttamaður hjá Sýn.
„Við erum að halda hjartanu í vörninni okkar og erum komnir með þennan reynslumikla markvörð í Guy Smit. Það eru jákvæð teikn á lofti en ég hef áhyggjur af því hvaðan mörkin eiga að koma. Mennirnir sem skoruðu mörk Vestra í fyrra eru nær allir farnir, mikill hluti af þessum mörkum sem við skoruðum eru horfin úr liðinu.
Litli og stóri
Sigurgeir, sem er fyrrum leikmaður félagsins, tekur undir þessi orð en Benedikt Waren og Andri Rúnar Bjarnason, tvö helstu vopn liðsins í sóknarleiknum á síðasta ári, eru farnir í Stjörnuna.
„Ég er sammála Aroni þegar kemur að mörkunum. Kristoffer Grauberg, tveggja metra Eisti, er kominn en er algjör óvissa. Kemur í ljós. Ég bjóst við meiru af Túfa, Vladimir Tufegdzic, í fyrra en hefur verið að skora á undirbúningstímabilinu. Mér finnst varasamt hvar mörkin eigi að koma og spennandi að sjá hvernig Davíð byggir upp sóknarleikinn," segir Sigurgeir.
„Emmanuel Duah kemur frá Færeyjum og þú ert kominn með hið fullkomna 'litli-stóri' í framlínuna og ég vona innilega að það verði tekið áfram og við förum 25 ár aftur í tímann," segir hann á léttu nótunum en Grauberg er 1,97 metri á hæð (samvkæmt Transfermarkt).
Aron og Sigurgeir tala einnig um að þeir séu spenntir að sjá hvernig hinn ungi Daði Berg Jónsson, sem kom á láni frá Víkingi, komi inn í Vestraliðið en þáttinn má nálgast hér að neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir