Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. apríl 2021 23:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73% líkur á að Chelsea fari áfram
Mynd: EPA
Gracenote reiknar út líkur á hinum ýmsu hlutum út frá alls konar tölfræði. Samkvæmt tölfræðinni í gagnagrunni Gracenote þá er talsvert líklegra að Chelsea fari áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar heldur en Real Madrid.

Gracenote segir að það séu 73% líkur á að Chelsea fari áfram en 27% líkur á að Real Madrid fari áfram. Þessar líkur eru byggðar á öllum úrslitum í sögu Evrópukeppna.

Liðin mættust í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Real Madrid. Chelsea fer því áfram ef seinni leikur liðanna á Stamford Bridge endar með sigri Chelsea eða með markalausu jafntefli.

Það voru þeir Christian Pulisic og Karim Benzema sem skoruðu mörkin í kvöld í fyrri hálfleik leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner