þri 27. apríl 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Nagelsmann tekur við Bayern í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann tekur við Bayern München í sumar en þýska félagið hefur staðfest þetta.

Hann tekur formlega við Bæjurum þann 1. júlí en hann er dýrasti knattspyrnustjóri í sögu Þýskalands, RB Leipzig fær um 25 milljónir evra í bætur.

Nagelsmann, sem er 33 ára og hefur verið orðaður við Tottenham, gerir fimm ára samning við Bayern.

Hann tekur við Bayern af Hansi Flick sem tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið.

Nagelsmann er að klára sitt annað tímabil hjá Leipzig en liðið mun líklega enda í öðru sæti á eftir Bayern. Á síðasta tímabili stýrði hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar og í þriðja sæti þýsku deildarinnar.

Nagelsmann fæddist í Bæjaralandi og fjölskylda hans býr rétt hjá München. Hans fyrsta aðalliðsstarf var hjá Hoffenheim en hann tók við liðinu þegar hann var 28 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner