„Heilsteyptur leikur. Góð frammistaða í næstum 90.mínútur sem vantaði svolítið upp á hjá okkur, búið að vera svolítið kaflaskipt hjá okkur í síðustu leikjum." sagði Aron Sigurðsson sem átti stórleik þegar KR vann ÍA 5-0 í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 ÍA
„5 mörk og höldum hreinu og fyrir mig persónulega geggjað að vera komin til baka eftir tveggja leikja bann. Ég nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur."
„Við vitum það að leikstíllinn býður upp á færi fyrir hin liðin og við þurfum bara að vera clever þegar við töpum honum og ég man ekki eftir að þeir höfðu skapað einhver færi þetta er meira við að tapa boltanum og þeir að skjóta frá miðju en ég er þvílíkt sáttur með fraimmstiöðuna og effortið sem við lögðum í þennan leik"
KR hefur verið að fá á sig mörk í síðustu þremur umferðun og hélt hreinu í kvöld í fyrsta skipti á tímabilinu.
„Þetta er í fyrsta sinn sem allir eru heilir og allir eru availble, við erum að spila á okkar besta liði þannig sem boðar bara gott."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.