Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir.
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sigrún Salka Hermannsdóttir.
Sigrún Salka Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva Ágústsdóttir
Þórdís Elva Ágústsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sunna Baldvinsdóttir.
Sunna Baldvinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind Rós Ágústsdóttir lék sína fyrstu mótsleiki með meistaraflokki Vals sumarið 2012. Sumarið 2014 lék hún með Aftureldingu og árið 2017 skipti hún yfir í Fylki þar sem hún hefur leikið síðan.

Berglind hefur leikið 72 leiki í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk. Hún á að baki einn A-landsleik. Berglind er fyrirliði Fylkis og tók við Reykjavíkur bikarnum í vetur þegar Fylkir vann keppnina í fyrsta sinn. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Berglind Rós Ágústsdóttir

Gælunafn: Begga

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég var 15 ára

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social

Hvernig bíl áttu: Hyundai i20

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Grey’s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður: Palli er alveg í uppáhaldi

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er ekki mikil ískona, en síðast fékk ég mér þrist, gúmmíkurl og daim minnir mig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sæl. Getur þú tekið extra morgunvakt á morgun, föstudag?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Eins og flestir segja, KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Cloé Lacasse

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kjartan Stefánsson og Sigurður Þór er gott þjálfarateymi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hildur Antons er alveg lúmskt pirrandi leikmaður

Sætasti sigurinn: Vinna Inkasso deildina 2018 og vinna Reykjavíkurmótið í fyrsta skipti

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki í bikarúrslit í fyrra, það var helvíti svekkjandi

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hún er reyndar ekki í íslensku liði en það væri alveg fínt að fá Svövu Rós

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cessan

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Emil Ásmundsson (Meðmæli frá Metúsalem)

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: C. Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Engin önnur en Sigrún Salka

Uppáhalds staður á Íslandi: Undir Eyjafjöllum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Tinna Bjarndís sagði þáverandi samherja okkar að senda á mig boltann með amerískum hreim: „Pass it to Börglend’’

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfði á píluna með öðru auganu í desember

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði er ekki mín sterkasta hlið

Vandræðalegasta augnablik: Á það til að detta í leikjum, mjög asnalega og skil ekki alveg hvernig ég fer að því

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sölku til að halda uppi stuðinu, Tinnu Bjarndísi til að halda okkur í formi og góðu standi og Sunnu til að hafa yfirumsjón með öllu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég veit ekki hvort ég sé rétt- eða örvhent. Ég kasta með hægri en skrifa með vinstri.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þórdís Elva. Þekkti hana ekki neitt og þegar hún kom í Fylki kynntist ég henni betur. Hún verður bara betri og betri með hverri æfingu og er mjög metnaðarfull. Mjög góður leikmaður sem er bara á uppleið og svo skemmir ekki fyrir að hún er frábær karakter

Hverju laugstu síðast:

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Fer að vinna – tek æfingu – læri alveg þangað til ég fer að sofa. Mér finnst gott að borða svo ég er líka dugleg að borða yfir daginn

Þú getur keypt Berglindi í Draumaliðsdeild 50skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner