Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyon vinnur allt, alltaf: Besta íþróttafólkið lengst á toppnum
Ada Hegerberg er frábær fótboltakona.
Ada Hegerberg er frábær fótboltakona.
Mynd: Getty Images
Ada Hegerberg, ein besta fótboltakona í heimi, er í viðtali við heimasíðu FIFA þar sem hún fer um víðan völl.

Hegerberg er 24 ára hefur unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð með Lyon. Hegerberg er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar kvenna.

„Mitt helsta markmið á ferlinum er að gera eins vel og ég mögulega get. Ég hef ekki gert það enn. Ef ég geri það, þá verð ég sátt þegar skórnir fara upp á hillu. Það er það sem hvetur mig áfram á hverjum degi," segir Hegerberg sem telur sig geta gert enn betur en hún hefur verið að gera.

Lyon vinnur allt, alltaf í kvennaboltanum. Hegerberg var spurð að því hvort það væri ekki pirrandi að geta ekki farið neitt hærra. „Það er stærra afrek þegar þú vinnur í annað, þriðja og fjórða skiptið. Það er það erfiðasta: að vera á toppnum og halda sér það. Besta íþróttafólkið er það sem er á toppnum hvað lengst. Við höfum náð að afreka það sem lið."

Hegerberg er að stíga upp úr erfiðum meiðslum, en endurhæfingin hefur gengið afar vel hjá henni.

Sara Björk Gunnarsdóttir var á dögunum í svipuðu viðtali við FIFA en líkur eru á því að Sara og Hegerberg verði liðsfélagar í Frakklandi á næstu leiktíð.

Sjá einnig:
Hegerberg: Mikilvægt að taka ekki tvö skref aftur á bak
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner