Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: RB Leipzig og Hertha Berlín skildu jöfn
Hertha fagnar jöfnunarmarki sínu.
Hertha fagnar jöfnunarmarki sínu.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 2 - 2 Hertha
0-1 Marko Grujic ('9 )
1-1 Lukas Klostermann ('24 )
2-1 Patrik Schick ('68 )
2-2 Krzysztof Piatek ('82 , víti)
Rautt spjald: Marcel Halstenberg, RB Leipzig ('63)

RB Leipzig og Hertha Berlín skildu jöfn í fyrsta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Marko Grujic, lánsmaður frá Liverpool, kom Hertha yfir eftir níu mínútur en stundarfjórðungi síðar jafnaði bakvörðurinn Lukas Klostermann fyrir lærisveina Julian Nagelsmann.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en um miðjan seinni hálfleikinn fékk Marcel Halstenberg að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri komst Leipzig hins vegar yfir fimm mínútum síðar þegar Patrik Schick skoraði eftir skelfileg mistök Rune Almenning Jarstein, markvarðar Hertha.

Sem betur fer fyrir Jarstein þá endaði leikurinn ekki 2-1 því Krzysztof Piatek jafnaði úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Lokatölur 2-2 í svona frekar jöfnum leik. Hertha nagar sig þó líklega vel í handabökin að hafa ekki klárað þetta.

Leipzig er áfram í þriðja sæti með 55 stig, níu stigum frá toppliði Bayern. Hertha er í tíunda sæti með 35 stig.

Leikir kvöldsins:
18:30 Fortuna Dusseldorf - Schalke 04 (Viaplay)
18:30 Hoffenheim - Koln (Viaplay)
18:30 Union Berlin - Mainz (Viaplay)
18:30 Augsburg - Paderborn (Viaplay)
Athugasemdir
banner
banner