Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2022 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fyrstu fréttir að hann hafi fengið heilahristing"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Aðalsteinsson, leikmaður KA, meiddist í leiknum gegn Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum í gær. Leikmaður Reynis fékk gult spjald fyrir að hafa tæklað Bjarna á 29. mínútu í gær og lá Bjarni eftir í um fimm mínútur áður en hann var tekinn af velli.

„Bjarni staðinn upp en þarf að fara af velli," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Reynir S.

Í viðtali eftir leik var Arnar Grétarsson, þjálfari KA, spurður út í Bjarna.

„Fyrstu fréttir eru að hann hafi fengið heilahristing. Ef það er þá er hann allaveg frá á sunnudag. Eftir það er pása og þá verður hann orðinn fínn í næsta leik á eftir. Svona getur gerst í fótbolta, það var fullorðinstækling, hann fékk góða byltu og skall svona illa með hausinn í," sagði Arnar.

KA mætir Víkingi á útivelli á sunnudag en svo tekur við rúmlega tveggja vikna hlé vegna landsleikja.
Arnar Grétars: Réðum ferðinni frá byrjun og til enda
Athugasemdir
banner
banner