
Varnarmaðurinn Lucy Bronze, ein besta fótboltakona veraldar, mun yfirgefa herbúðir Manchester City í sumar - það er búið að staðfesta þessi tíðindi.
Samningur hennar rennur út 30. júní næstkomandi og þá mun hún ganga til liðs við annað félag.
Hin þrítuga Bronze hefur tvisvar leikið með Man City á sínum ferli og núna er seinni dvöl hennar að enda. Hún var hluti af liðinu þegar City vann sinn fyrsta Englandsmeistaratitil árið 2016.
Hún hefur verið orðuð við félög í Bandaríkjunum og hefur spænska stórveldið einnig sýnt henni áhuga.
Manchester City endaði í þriðja sæti á tímabilinu sem var að klárast og var langt á eftir tveimur bestu liðunum, Arsenal og Chelsea.
Athugasemdir