Planið að gera góða atlögu að því að fara upp í 2. deild
Ásmundur Haraldsson ræddi við Fótbolta.net eftir 3-0 tap gegn FH í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Ási er þjálfari Kára sem spilar í 3. deild á meðan FH er í Bestu deildinni.
Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari Fótbolta.net, ræddi við Ása um leikmannahópinn.
Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari Fótbolta.net, ræddi við Ása um leikmannahópinn.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Kári
Teitur Pétursson átti að byrja leikinn en gat ekki spilað þar sem hann steinlá eftir að hafa fengið boltann í höfuðið í upphitun. „Það hefði verið fínt að hafa hann inni en Aron [Snær Guðjónsson] kom bara inn og gerði mjög vel," sagði Ási.
Ási sagði að Ragnar Leósson væri að æfa með liðinu. Hann var einnig spurður út í Jón Vilhelm Ákason og Eggert Kára Karlsson, hvort að þeir væru eitthvað í kringum liðið. „Þeir voru eitthvað í vetur. Eldri gæjarnir í liðinu eru þessum yngri til taks og styðja við þá. Þegar við höfum aðgang að þeim þá reynum við að nota þá eins og við getum."
„Við vorum með Ingimar Elí í dag, Andra Júl og Hafþór Péturs. Þeir eru bara að hjálpa til. Þeir eru minna í kringum liðið en ég hefði viljað. Þetta eru bara gamlir gæjar sem hafa ekki tíma eða skrokk í þetta."
Er stefnan að koma liðinu aftur upp í 2. deild eftir að hafa fallið niður í þá þriðju í fyrra?
„Jú, það er planið hjá okkur að gera allavega góða atlögu að því að fara upp. Við erum með fullt af ungum strákum í fínni samvinnu við 2. flokks þjálfarana og ÍA að finna þeim pláss og mínútur inná vellinum. Það voru þrír eða fjórir annars flokks leikmenn sem fengu mínútur hérna. Það er ekki á hverjum degi sem þeir fá að fara í Krikann að spila á móti þessu liði. Dýrmætar mínútur," sagði Ási.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir