Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 27. maí 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétars horfði á tvo deildarleiki Vals í röð fyrir framan sjónvarpsskjá
Arnar mættur aftur á hliðarlínuna gegn FH í fyrrakvöld.
Arnar mættur aftur á hliðarlínuna gegn FH í fyrrakvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Vals fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Breiðabliki í byrjun mánaðarins og var svo á fundi aganefndar dæmdur til að taka út tveggja leikja bann.

Hann missti því af leikjum gegn KA og HK en þegar svipast var um eftir honum í stúkunni var hann hvergi sjáanlegur.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir jafnteflið við FH í fyrrakvöld þar sem hann sneri aftur á hliðarlínuna.

„Það er svolítið erfitt, leikurinn er aðeins eftirá í sjónvarpinu. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner