Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mán 27. maí 2024 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi stig," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í Bestu deildinni í sumar.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

„Við gátum ekki verið að tapa fleiri leikjum, ekki í röð. Þetta snýst oft um frammistöðu og annað slíkt, en við höfum ekki fengið mikið út úr því hingað til. Núna fengum við góða frammistöðu og unnum leikinn. Það var þvílíkur kraftur í okkur. Við vorum duglegir varnarlega og skoruðum flott mark. Heilt yfir er ég mjög ánægður."

„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik fyrir það sem við ætlum að gera í þessu móti. Núna fáum við þessa tilfinningu að vinna og vonandi hjálpar það okkur í næstu leikjum."

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliðinn, er mættur aftur og það skiptir miklu máli.

„Ragnar Bragi kemur með auka kraft og geggjaðan kraft. Hann er ótrúlega mikilvægur í okkar leikstíl og er þvílíkur karakter í þennan hóp. Það skiptir öllu máli að fá hann aftur. Hann stjórnar og leiðbeinir mönnum inn á vellinum. Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn. Hann er okkar karakter í þessu og það er ótrúlega mikilvægt að fá hann inn."

Það er mikill léttir fyrir Fylki að fá þennan sigur.

„Jú, það er mjög mikill léttir. Ég held að þetta snúist við núna," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner