„Tilfinningin er mjög góð. Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi stig," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í Bestu deildinni í sumar.
„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."
„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 HK
„Við gátum ekki verið að tapa fleiri leikjum, ekki í röð. Þetta snýst oft um frammistöðu og annað slíkt, en við höfum ekki fengið mikið út úr því hingað til. Núna fengum við góða frammistöðu og unnum leikinn. Það var þvílíkur kraftur í okkur. Við vorum duglegir varnarlega og skoruðum flott mark. Heilt yfir er ég mjög ánægður."
„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik fyrir það sem við ætlum að gera í þessu móti. Núna fáum við þessa tilfinningu að vinna og vonandi hjálpar það okkur í næstu leikjum."
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliðinn, er mættur aftur og það skiptir miklu máli.
„Ragnar Bragi kemur með auka kraft og geggjaðan kraft. Hann er ótrúlega mikilvægur í okkar leikstíl og er þvílíkur karakter í þennan hóp. Það skiptir öllu máli að fá hann aftur. Hann stjórnar og leiðbeinir mönnum inn á vellinum. Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn. Hann er okkar karakter í þessu og það er ótrúlega mikilvægt að fá hann inn."
Það er mikill léttir fyrir Fylki að fá þennan sigur.
„Jú, það er mjög mikill léttir. Ég held að þetta snúist við núna," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir