Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mán 27. maí 2024 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi stig," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í Bestu deildinni í sumar.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

„Við gátum ekki verið að tapa fleiri leikjum, ekki í röð. Þetta snýst oft um frammistöðu og annað slíkt, en við höfum ekki fengið mikið út úr því hingað til. Núna fengum við góða frammistöðu og unnum leikinn. Það var þvílíkur kraftur í okkur. Við vorum duglegir varnarlega og skoruðum flott mark. Heilt yfir er ég mjög ánægður."

„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik fyrir það sem við ætlum að gera í þessu móti. Núna fáum við þessa tilfinningu að vinna og vonandi hjálpar það okkur í næstu leikjum."

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliðinn, er mættur aftur og það skiptir miklu máli.

„Ragnar Bragi kemur með auka kraft og geggjaðan kraft. Hann er ótrúlega mikilvægur í okkar leikstíl og er þvílíkur karakter í þennan hóp. Það skiptir öllu máli að fá hann aftur. Hann stjórnar og leiðbeinir mönnum inn á vellinum. Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn. Hann er okkar karakter í þessu og það er ótrúlega mikilvægt að fá hann inn."

Það er mikill léttir fyrir Fylki að fá þennan sigur.

„Jú, það er mjög mikill léttir. Ég held að þetta snúist við núna," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner