Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
   mán 27. maí 2024 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi stig," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í Bestu deildinni í sumar.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum stigum. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

„Við gátum ekki verið að tapa fleiri leikjum, ekki í röð. Þetta snýst oft um frammistöðu og annað slíkt, en við höfum ekki fengið mikið út úr því hingað til. Núna fengum við góða frammistöðu og unnum leikinn. Það var þvílíkur kraftur í okkur. Við vorum duglegir varnarlega og skoruðum flott mark. Heilt yfir er ég mjög ánægður."

„Við lögðum þetta upp sem úrslitaleik fyrir það sem við ætlum að gera í þessu móti. Núna fáum við þessa tilfinningu að vinna og vonandi hjálpar það okkur í næstu leikjum."

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliðinn, er mættur aftur og það skiptir miklu máli.

„Ragnar Bragi kemur með auka kraft og geggjaðan kraft. Hann er ótrúlega mikilvægur í okkar leikstíl og er þvílíkur karakter í þennan hóp. Það skiptir öllu máli að fá hann aftur. Hann stjórnar og leiðbeinir mönnum inn á vellinum. Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn. Hann er okkar karakter í þessu og það er ótrúlega mikilvægt að fá hann inn."

Það er mikill léttir fyrir Fylki að fá þennan sigur.

„Jú, það er mjög mikill léttir. Ég held að þetta snúist við núna," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner