Það fóru tveir leikir fram í 4. deildinni í kvöld þar sem Kría og Tindastóll rúlluðu yfir KFB og Stokkseyri.
Kría heimsótti KFB í A-riðli og skoraði Viðar Þór Sigurðsson tvennu í fimm marka sigri.
Kría er í fjórða sæti riðilsins með tólf stig eftir sjö umferðir.
Í B-riðli var það Stokkseyri sem tók á móti Tindastól og áttu heimamenn aldrei séns.
Jóhann Daði Gíslason og Basilia Jordan Meca settu tvennu hvor í stórsigrinum sem styrkir stöðu Stólanna á toppi riðilsins.
Tindastóll er með 17 stig eftir 7 umferðir, þremur stigum fyrir ofan KFK sem á leik til góða en er með talsvert lakari markatölu.
A-riðill:
KFB 0 - 5 Kría
0-1 Birkir Rafnsson ('35 )
0-2 Vilhelm Bjarki Viðarsson ('41 )
0-3 Viðar Þór Sigurðsson ('70 )
0-4 Viðar Þór Sigurðsson ('78 )
0-5 Ástþór Arnórsson ('90 )
B-riðill:
Stokkseyri 0 - 9 Tindastóll
0-1 Jóhann Daði Gíslason ('1 )
0-2 Arnar Ólafsson ('34 )
0-3 Jónas Aron Ólafsson ('39 )
0-4 Jóhann Daði Gíslason ('41 )
0-5 Basilio Jordan Meca ('44 )
0-6 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('55 )
0-7 Benedikt Kári Gröndal ('64 )
0-8 Oskar Örth ('73 )
0-9 Basilio Jordan Meca ('80 )