Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júní 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matt Turner kynntur hjá Arsenal - Rúnar Alex númer fjögur?
Mynd: Arsenal
Rúnar Alex
Rúnar Alex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal kynnti í dag Matt Turner sem nýjan leikmann félagsins. Turner var keyptur í febrúar frá New England Revolution þar sem hann var samherji Arnórs Ingva Traustasonar.

Matt Turner sem oft er kallaður Matty er 28 ára gamall og á átján landsleiki að baki fyrir Bandaríkin. Hann skrifar undir langtímasamning við Arsenal.



Turner verður í treyju númer 30 hjá Arsenal. Fyrr í þessum mánuði sagði Turner frá því í viðtali að hann ætlaði að veita Aaron Ramsdale samkeppni um byrjunarliðssætið hjá Arsenal.

„Markmiðið mitt er að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu," sagði Turner.

Sem stendur eru Aaron Ramsdale, Matt Turner, Bernd Leno og Rúnar Alex Rúnarsson allir samningsbundnir Arsenal. Rúnar Alex var á láni hjá belgíska félaginu OH Leuven. Leno, sem var varmarkvörður Arsenal á síðasta tímabili, hefur verið orðaður við Fulham í sumar en lítið hefur heyrt af þeim skiptum að undanförnu.

Að öllu óbreyttu má ætla að Rúnar Alex sé númer fjögur í baráttunni um aðalmarkvarðarstöðuna.
Athugasemdir
banner