mán 27. júní 2022 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Kórdrengir lögðu Mosfellinga í framlengingu
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kórdrengir 2 - 1 Afturelding
1-0 Þórir Rafn Þórisson ('52)
1-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('85)
2-1 Sverrir Páll Hjaltested ('116)


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Afturelding

Kórdrengir eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískt sigurmark seint í framlengingu gegn Aftureldingu.

Það virtist aðeins eitt lið vera á vellinum í fyrri hálfleik þar sem Mosfellingar stjórnuðu gangi mála en Óskar Sigþórsson stóð sig eins og hetja á milli stanga Kórdrengja. Þökk sé honum var staðan markalaus í hálfleik eftir nokkrar stórkostlegar vörslur.

Síðari hálfleikurinn byrjaði á glæsilegu marki utan af kanti. Þar spretti Þórir Rafn Þórisson upp hægri kantinn og virtist ætla að gefa fyrirgjöf en boltinn flaug þess í stað í samskeytin og inn í markið.

Kórdrengir komust nálægt því að tvöfalda forystuna í tvígang áður en Elmar Kári Enesson Cogic gerði jöfnunarmark fyrir Mosfellinga, á 85. mínútu leiksins.

Það var því gripið til framlengingar og var allt í járnum þar til undir lokin þegar Kórdrengir unnu boltann hátt uppi á vellinum og Sverrir Páll Hjaltested gerði sigurmark á 116. mínútu. 

Nú er aðeins einn leikur eftir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins áður en dregið verður í 8-liða úrslitin.


Byrjunarlið Kórdrengir:
1. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
6. Hákon Ingi Einarsson
7. Marinó Hilmar Ásgeirsson
9. Daníel Gylfason
10. Þórir Rafn Þórisson
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
21. Guðmann Þórisson
22. Nathan Dale

Byrjunarlið Afturelding:
1. Esteve Pena Albons (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
10. Kári Steinn Hlífarsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
26. Hrafn Guðmundsson
33. Andi Hoti
Athugasemdir
banner
banner
banner