Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 27. júní 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Var aldrei til umræðu að semja bara í nokkra mánuði
Bale fer til Bandaríkjanna.
Bale fer til Bandaríkjanna.
Mynd: EPA
Um helgina var staðfest að velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale gangi í raðir til LAFC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Bale er 32 ára og kemur til LAFC á frjálsri sölu frá Real Madrid þar sem hann var í níu ár.

Hann gerir tólf mánaða samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Talað hefur verið um að Bale hafi verið að leita að félagsliði til að spila og halda sér í standi fyrir HM í Katar. John Thorrington, forseti LAFC, segir að í viðræðunum hafi hinsvegar alltaf verið horft lengra fram veginn.

„Við kynntum þeim (Bale og umboðsmönnum hans) fyrir því sem við teljum einstakt tækifæri á þessum tímapunkti til að gera eitthvað öðruvísi," segir Thorrington.

„Við viljum vinna og við viljum sigurvegara, við erum að fá leikmann sem hefur fimm sinnum unnið Meistaradeildina og erum með mann sem hefur unnið HM (Giorgio Chiellini)."

„Við erum með tvo frábæra leikmenn sem munu halda áfram að gera frábæra hluti á ferlum sínum. Þeir hafa mikil áhrif á þá leikmenn sem við höfum hérna fyrir."

„Viðræðurnar við Gareth snérust ekkert um peninga. Ef hann hefði verið að hugsa um peningana hefði hann ekki valið MLS. Ég get ekki farið í smáatriði í samkomulaginu við hann en báðir aðilar vonast eftir því að þetta samstarf verði til lengri tíma. Það var aldrei talað um að semja bara í nokkra mánuði fyrir HM. Það var alltaf verið að horfa lengra og það var skýrt frá Gareth og hans umboðsmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner