Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 27. júní 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Watford hættir við að leika við Katar vegna óánægju stuðningsmanna
Mynd: EPA
Watford hefur aflýst fyrirhuguðum æfingaleik gegn landsliði Katar eftir mótmæli frá stuðningsmannahópi vegna mannréttindamála.

Watford, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili, ætlaði að mæta Katar á síðasta degi liðsins í æfingabúðum í Austurríki þann 10 júlí.

Þegar tilkynnt var um leikinn sögðu samtökin Proud Hornets og Women of Watford að þau væru mjög svekkt með þessa ákvörðun.

Samkynhneigð er ólögleg í Katar og lög í landinu stríða gegn LGBTQ+ fólki. Þá hefur Katar verið gagnrýnt fyrir framkomu í garð verkamanna sem hafa verið að vinna í að reisa leikvanga fyrir HM.

Samtökin sem talað er umhér að ofan hafa lýst yfir ánægju með að Watford hafi hlustað á mótmæli sín og aflýst leiknum.

Katar er gestgjafi heimsmeistaramótsins sem fram fer síðar á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner