Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2020 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Eftirminnilegast að heyra þjóðsönginn í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Þorsteinn í leik í sumar.
Þorsteinn í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 í janúar.
U17 í janúar.
Mynd: Hulda Margrét
'Deano' Martin.
'Deano' Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss sigraði Kórdrengi í sjöundu umferð 2. deildar karla síðastliðinn miðvikudag. Leikurinn fór 1-0 fyrir heimamönnum í Selfossi. Þorsteinn Aron Antonsson, sem fæddur er árið 2004, stóð vaktina í vörn Selfoss líkt og í öllum leikjum sumarsins til þessa. Þorsteinn var valinn ICE-leikmaður 7. umferðar hjá Fótbolti.net.

Hinn 16 ára Þorsteinn svaraði nokkrum spurningum fréttaritari í kjölfarið á valinu. Fyrsta spurning var út í meistaraflokk Selfoss, var Þorsteinn eitthvað viðloðinn hann á síðustu leiktíð?

„Já ég var í hóp einu sinni á seinasta tímabili og svo byrjaði ég að æfa með meistaraflokki á fullu í kringum október-nóvember og spilaði þá nokkra æfingaleiki," sagði Þorsteinn.

Eftirminnilegast að hlusta á þjóðsönginn
Þorsteinn var valinn í U17 ára landsliðshóp sem lék á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi í janúar. Þorsteinn tók þátt í öllum fjórum leikjum liðsins. Hvernig var að fara í þetta verkefni og hvað var eftirminnilegast?

„Það var mjög ánægjulegt að hafa verið valinn í U-17, hafði lengi dreymt um að spila landsleik. Ég lærði mjög mikið af þessari ferð. Það eftirminnilegasta var þegar ég var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og stóð á vellinum að hlusta á íslenska þjóðsönginn."

Átti ekki von á því að vera kominn svona snemma í meistaraflokk
Hvernig er að vera kominn í meistaraflokkinn á Selfossi?

„Mér finnst virkilega gaman að vera kominn í meistaraflokk. Ég ætlaði mér alltaf að komast þangað en átti ekki von á að það yrði svona fljótt en ég vissi að Deano hefur verið duglegur að gefa ungum leikmönnum sénsinn og ef maður stendur sig á æfingum þá fær maður tækifærið. Ég er mjög ánægður þar, allir hafa tekið mér vel og verið duglegir að leiðbeina mér."

Hvenær vissi Þorsteinn að hann myndi byrja fyrsta leik í Íslandsmóti?

„Ég vissi það daginn fyrir leik á æfingu að ég væri í byrjunarliðinu."

Þorsteinn hafði spilað með liði 3. flokks fyrir fyrsta leik í 2. deild. Hvernig er að koma úr leik með 3. flokki og spila í 2. deildinni?

„Það er mikið meira tempó í meistaraflokki en í 3. flokki og maður hefur minni tíma á boltanum og svoleiðis."

Hávaxinn leikmaður með góðan hraða
Hver eru persónuleg markmið Þorsteins fyrir sumarið?

„Mín markmið í sumar eru að halda áfram að æfa og spila vel, bæta mig sem leikmann og að vera valinn í landsliðshóp."

Getur Selfoss endað í efsta sæti 2. deildar?

„Já ég tel okkur geta það en það eru mörg góð lið og það verður alls ekki auðvelt."

Hvað er Þorsteinn hávaxinn og hverjir eru hans helstu styrkleikar sem varnarmaður?

„Ég er hávaxinn, 1.92 cm á hæð, les leikinn vel, er góður á boltanum og með góðan hraða."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Bestur í 6. umferð - Andy Pew (Þróttur Vogum)

Lokaleikur 8. umferðar í 2. deild:
Í kvöld - 19:15 Kórdrengir-Þróttur V. (Framvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner