Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Magni fær leikmann úr írsku úrvalsdeildinni og Lars Óla (Staðfest)
Jesse Devers í leik með Finn Harps á síðustu leiktíð
Jesse Devers í leik með Finn Harps á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Magni gekk frá samningum við tvo nýja leikmenn á lokadegi gluggans í gær en Lars Óli Jessen er mættur aftur til félagsins frá Ægi og þá er írski framherjinn Jesse Devers einnig búinn að semja við félagið.

Allir Magnamenn þekkja Lars Óla en hann er að spila sitt níunda tímabil með félaginu á ferlinum.

Lars er uppalinn í Þór en skipti yfir í Magna árið 2010 og hefur skorað 51 mark í deild- og bikar fyrir félagið. Síðustu tvö tímabil hefur hann spilað fyrir Ægi og Kórdrengi, en er nú kominn aftur á Grenivík.

Þá fékk Magni til sínn fyrrum unglingalandsliðsmanns Írlands en sá heitir Jesse Devers og er 25 ára gamall framherji.

Devers var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves frá 2013 til 2016 áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann spilað fyrir Galway United, Sligo Rovers og nú síðast Finn Harps, en hann á 43 leiki og 3 mörk fyrir þessi lið í efstu deild í Írlandi. Þá á hann 23 leiki í næst efstu deild og skoraði þar 5 mörk.

Þessi ágæti leikmaður á 9 landsleiki að baki fyrir U16 og U17 ára landslið Írlands og gerði eitt mark en það er ljóst að Magni er að fá til sín ágætis leikmann fyrir lokasprettinn.

Magni er í botnsæti 2. deildarinnar með 6 stig en það er spurning hvort þessir tveir geta hjálpað til við safna stigum í lokaleikjum deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner