Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar segir fyrrum liðsfélaga tala alltof mikið
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Thomas Meunier.
Thomas Meunier.
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórstjarnan Neymar segir að Thomas Meunier, fyrrum liðsfélagi sinn, tali alltof mikið.

Meunier sagði frá þeirri skoðun sinni nýverið að Neymar væri búinn að missa töfrana sem hann eitt sinn hafði.

„Ég var mikill aðdáandi Neymar þegar hann lék með Barcelona en að mínu mati er hann búinn að tapa töfrunum í París," sagði Meunier í samtali við Kicker.

Neymar tók ekkert sérstaklega vel í þessi ummæli frá belgíska bakverðinum.

„Þessi strákur talar alltof mikið," skrifaði Neymar undir færslu á Instagram þar sem verið var að fjalla um það sem Meunier - sem leikur í dag með Borussia Dortmund - sagði í viðtalinu. Hann telur líklega að Meunier sé ekki nægilega góður sjálfur til þess að vera að tala svona um sig, hann eigi að einbeita sér að sínum ferli og tala minna.

Neymar er annars sagður mega fara frá PSG.

Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en PSG keypti hann fyrir 220 milljónir evra árið 2017. Neymar hefur ekki staðist væntingarnar í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá því hann kom. Hann er búinn að vera mikið meiddur og ekki staðið undir þessum rosalega verðmiða.

PSG er tilbúið að losa sig við hann, en það eru ekki mörg félög sem hafa efni á launum hans.

Sjá einnig:
PSG ku vilja losna við Neymar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner