Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjórði sigurleikurinn í röð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga unnu fjórða leikinn í röð í öllum keppnum er liðið lagði Hönefoss að velli, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðskonan spilaði allan leikinn í vængbakverðinum hjá Vålerenga sem var að tengja saman sigra í deildinni.

Þetta var annar deildarsigurinn í röð og sá fjórði í röð í heildina ef leikirnir gegn Slavíu Prag og HJK í Meistaradeildinni eru teknir með inn í dæmið.

Vålerenga er í öðru sæti norsku deildarinnar með 46 stig, stigi frá toppliði Brann þegar átta umferðir eru eftir.

Tímabilið hefur verið Vålerenga nokkuð gott til þessa. Það mætir næst Ferenvaros í tveggja leikja rimmu um laust sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu og er einnig komið í undanúrslit norska bikarsins.
Athugasemdir