Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham hlustar á tilboð í Bissouma
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur ætlar að hlusta á tilboð í miðjumanninn Yves Bissouma þar sem glugginn er enn opinn í nokkrum löndum.

Bissouma er ekki í Meistaradeildarhópnum fyrri hluta tímabilsins og samkvæmt Sky Sports er leikmanninum frjálst að fara annað.

Miðjumaðurinn var í agabanni í leiknum við PSG um Ofurbikarinn í ágúst þar sem hann var að mæta allt of seint á liðsfundi og er í raun bara alls ekki í myndinni hjá Thomas Frank.

Hann hefur verið utan hóps síðan og góðar líkur á ævintýri hans hjá Tottenham sé lokið. Glugginn er enn opinn í Grikklandi, Portúgal, Tyrklandi og Sádi-Arabíu.

Tottenham mun hlusta á tilboð í hann en Bissouma var keyptur frá Brighton fyrir um það bil 30 milljónir punda árið 2022. Malímaðurinn lék sinn 100. leik fyrir félagið er það vann Evrópudeildina í vor og hefur þá skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner