Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho er kominn með treyjunúmer hjá Chelsea nokkrum dögum eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Manchester United.
Chelsea festi kaup á Garnacho undir lok gluggans fyrir 40 milljónir punda.
Hann var í stúkunni í 2-0 sigri Chelsea á Fulham og vakti þar sérstaka athygli að hanga í símanum í hvert einasta sinn sem hann var í mynd.
Garnacho er nú kominn með treyjunúmer hjá Chelsea, en hann valdi treyju númer 49.
Sérstakt númer hjá Argentínumanninum, en hann notaði sama númer hjá United frá 2022 til 2023. Fyrir tímabilið 2023-2024 skipti hann yfir í 17.
Garnacho’s squad number has been revealed! ????
— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 3, 2025
Athugasemdir