Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. ágúst 2021 21:35
Brynjar Ingi Erluson
„Gat ekki leyft þessum sirkus KSÍ að halda áfram"
KSÍ
KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV í kvöld og greindi þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu íslensks landsliðsmanns á skemmtistað árið 2017 en hún segir á Twitter að hún hafi ekki getað leyft þessum sirkus að halda áfram.

Rætt var við Guðna Bergsson, formann KSÍ, á Vísi og í Fréttablaðinu, varðandi pistil sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona Jafnréttisnefndar Kennarsambands Íslands, birti.

Þar skrifaði hún um frásögn konu sem varð fyrir hópnauðgun árið 2010 þar sem tveir íslenskir landsliðsmenn áttu í hlut. Sagði Hanna að KSÍ vissi af brotinu og fleiri brotum en Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði á dögunum að engar tilkynningar hefðu borist sambandinu um kynferðisbrot frá því hann tók við formennsku.

Þórhildur Gyða ræddi við RÚV í fréttatímanum í kvöld og sagði þar frá ofbeldi og grófri kynferðislegri árás sem hún varð fyrir árið 2017 af íslenskum landsliðsmanni.

Hálfu ári eftir brotið ætlaði faðir hennar á vináttulandsleik þegar hann sá að umræddur landsliðsmaður var í hópnum sendi hann stjórn KSÍ tölvupóst og greindi frá kærunni.

Guðni svaraði sjálfur póstinum en hann var einnig sendur á sex aðra starfsmenn sambandsins. Formaðurinn hafði samband við foreldrana og sagðist taka málið alvarlega.

Lögmaður hringdi í Þórhildi og bauð henni að koma á fund í KSÍ þar sem henni yrðið boðið miskabætur og yrði að skrifa undir þagnarskyldusamning en hún hafnaði því.

Annar lögmaður hafði samband við hana þar sem umræddur leikmaður vildi biðjast afsökunar á framferði sínu og greiddi hann miskabætur. Þórhildur ákvað að stíga fram í kvöld og segja sína sögu.

„Jæja, ég gat bara ekki leyft þessum sirkus KSÍ að halda áfram," skrifar Þórhildur Gyða á Twitter.

Umræddur landsliðsmaður hefur verið valinn áfram í landsliðshópinn þrátt fyrir brotið.

Sjá einnig:
Starfsmenn KSÍ fengu tölvupóstinn frá föður fórnarlambsins
Athugasemdir
banner
banner