Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 27. ágúst 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif átt eftirminnilega viku -„Þetta er bara lífið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum gott spjall í hálfleik og töluðum um að gera það sem við erum góðar í, ekki vera eitthvað hræddar eða feimnar. Mér fannst við svara því vel og áttum frábæran seinni hálfleik," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið lagði Breiðablik í bikarúrsitaleik í dag.

Breiðabik leiddi með einu marki í hálfleik en Valur kom til baka í seinni og svaraði með tveimur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Mjög langan tíma, þetta er eini sem ég átti eftir. Ég er búin að vera elta hann svolítið lengi, þannig að í dag er dagurinn," sagði Arna sem varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum.

„Það kom aldrei eitthvað panikk eða stress yfir mig eða okkur. Ég veit það ekki, það er bara svona með þetta lið, það er einhvern veginn búin að vera svo mikil stemning og góð ára í kringum okkur að ég vissi að við værum alltaf að fara koma til baka. Við þurftum bara aðeins að setjast niður, spjalla saman og átta okkur á því að þetta væri bara fótbolti eins og hver annar leikinn."

„Við héldum þeim lengi á þeirra helming lengi, pressan okkar var mjög góð frá fremsta manni og þær voru í smá basli að spila út úr markinu. Mér fannst við gera þetta hrikalega vel."


Síðusta vika eða svo hefur verið tíðindamikil hjá Örnu. Hún var valin í landsliðið í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár, fór áfram með Val í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og varð í dag bikarmeistari.

„Þetta er bara lífið, þetta er ógeðslega skemmtilegt og ég elska fótbolta eins og staðan er í dag - þetta getur oft verið misskemmtilegt. Ég er á góðum stað, í frábæru liði og líður mjög vel í mínu umhverfi. Svo eru bónusar eins og landsliðið og allt þetta. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, búin að eiga mjög góða viku," sagði Arna.

Hún var í viðtalinu einnig spurð út í ákvörðunina að fara í Val í vetur sem og samherja hennar í hjarta varnarinnar - Mist Edvardsdóttur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner