Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   lau 27. ágúst 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif átt eftirminnilega viku -„Þetta er bara lífið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum gott spjall í hálfleik og töluðum um að gera það sem við erum góðar í, ekki vera eitthvað hræddar eða feimnar. Mér fannst við svara því vel og áttum frábæran seinni hálfleik," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið lagði Breiðablik í bikarúrsitaleik í dag.

Breiðabik leiddi með einu marki í hálfleik en Valur kom til baka í seinni og svaraði með tveimur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Mjög langan tíma, þetta er eini sem ég átti eftir. Ég er búin að vera elta hann svolítið lengi, þannig að í dag er dagurinn," sagði Arna sem varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum.

„Það kom aldrei eitthvað panikk eða stress yfir mig eða okkur. Ég veit það ekki, það er bara svona með þetta lið, það er einhvern veginn búin að vera svo mikil stemning og góð ára í kringum okkur að ég vissi að við værum alltaf að fara koma til baka. Við þurftum bara aðeins að setjast niður, spjalla saman og átta okkur á því að þetta væri bara fótbolti eins og hver annar leikinn."

„Við héldum þeim lengi á þeirra helming lengi, pressan okkar var mjög góð frá fremsta manni og þær voru í smá basli að spila út úr markinu. Mér fannst við gera þetta hrikalega vel."


Síðusta vika eða svo hefur verið tíðindamikil hjá Örnu. Hún var valin í landsliðið í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár, fór áfram með Val í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og varð í dag bikarmeistari.

„Þetta er bara lífið, þetta er ógeðslega skemmtilegt og ég elska fótbolta eins og staðan er í dag - þetta getur oft verið misskemmtilegt. Ég er á góðum stað, í frábæru liði og líður mjög vel í mínu umhverfi. Svo eru bónusar eins og landsliðið og allt þetta. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, búin að eiga mjög góða viku," sagði Arna.

Hún var í viðtalinu einnig spurð út í ákvörðunina að fara í Val í vetur sem og samherja hennar í hjarta varnarinnar - Mist Edvardsdóttur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir