Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   lau 27. ágúst 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif átt eftirminnilega viku -„Þetta er bara lífið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum gott spjall í hálfleik og töluðum um að gera það sem við erum góðar í, ekki vera eitthvað hræddar eða feimnar. Mér fannst við svara því vel og áttum frábæran seinni hálfleik," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið lagði Breiðablik í bikarúrsitaleik í dag.

Breiðabik leiddi með einu marki í hálfleik en Valur kom til baka í seinni og svaraði með tveimur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Mjög langan tíma, þetta er eini sem ég átti eftir. Ég er búin að vera elta hann svolítið lengi, þannig að í dag er dagurinn," sagði Arna sem varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum.

„Það kom aldrei eitthvað panikk eða stress yfir mig eða okkur. Ég veit það ekki, það er bara svona með þetta lið, það er einhvern veginn búin að vera svo mikil stemning og góð ára í kringum okkur að ég vissi að við værum alltaf að fara koma til baka. Við þurftum bara aðeins að setjast niður, spjalla saman og átta okkur á því að þetta væri bara fótbolti eins og hver annar leikinn."

„Við héldum þeim lengi á þeirra helming lengi, pressan okkar var mjög góð frá fremsta manni og þær voru í smá basli að spila út úr markinu. Mér fannst við gera þetta hrikalega vel."


Síðusta vika eða svo hefur verið tíðindamikil hjá Örnu. Hún var valin í landsliðið í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár, fór áfram með Val í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og varð í dag bikarmeistari.

„Þetta er bara lífið, þetta er ógeðslega skemmtilegt og ég elska fótbolta eins og staðan er í dag - þetta getur oft verið misskemmtilegt. Ég er á góðum stað, í frábæru liði og líður mjög vel í mínu umhverfi. Svo eru bónusar eins og landsliðið og allt þetta. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, búin að eiga mjög góða viku," sagði Arna.

Hún var í viðtalinu einnig spurð út í ákvörðunina að fara í Val í vetur sem og samherja hennar í hjarta varnarinnar - Mist Edvardsdóttur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner