Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   lau 27. ágúst 2022 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif átt eftirminnilega viku -„Þetta er bara lífið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum gott spjall í hálfleik og töluðum um að gera það sem við erum góðar í, ekki vera eitthvað hræddar eða feimnar. Mér fannst við svara því vel og áttum frábæran seinni hálfleik," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, eftir að liðið lagði Breiðablik í bikarúrsitaleik í dag.

Breiðabik leiddi með einu marki í hálfleik en Valur kom til baka í seinni og svaraði með tveimur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

„Mjög langan tíma, þetta er eini sem ég átti eftir. Ég er búin að vera elta hann svolítið lengi, þannig að í dag er dagurinn," sagði Arna sem varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum.

„Það kom aldrei eitthvað panikk eða stress yfir mig eða okkur. Ég veit það ekki, það er bara svona með þetta lið, það er einhvern veginn búin að vera svo mikil stemning og góð ára í kringum okkur að ég vissi að við værum alltaf að fara koma til baka. Við þurftum bara aðeins að setjast niður, spjalla saman og átta okkur á því að þetta væri bara fótbolti eins og hver annar leikinn."

„Við héldum þeim lengi á þeirra helming lengi, pressan okkar var mjög góð frá fremsta manni og þær voru í smá basli að spila út úr markinu. Mér fannst við gera þetta hrikalega vel."


Síðusta vika eða svo hefur verið tíðindamikil hjá Örnu. Hún var valin í landsliðið í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár, fór áfram með Val í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og varð í dag bikarmeistari.

„Þetta er bara lífið, þetta er ógeðslega skemmtilegt og ég elska fótbolta eins og staðan er í dag - þetta getur oft verið misskemmtilegt. Ég er á góðum stað, í frábæru liði og líður mjög vel í mínu umhverfi. Svo eru bónusar eins og landsliðið og allt þetta. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, búin að eiga mjög góða viku," sagði Arna.

Hún var í viðtalinu einnig spurð út í ákvörðunina að fara í Val í vetur sem og samherja hennar í hjarta varnarinnar - Mist Edvardsdóttur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner