Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 27. ágúst 2023 18:32
Sölvi Haraldsson
Glenn sáttur með sína leikmenn: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mér finnst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við vorum betra liðið í 80 mínútur. Eftir að þær skora seinna markið þeirra, sem var lélegt mark til að fá á sig, fórum við að stiga ofar á völlinn og sækja mun meira. Síðan seint í leiknum ná þær að skora tvö. En við getum gengið stoltar frá borði og tekið þessa frammistöðu með okkur í umspilið.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Keflavík

Jonathan Glenn var einnig spurður út í fyrri hálfleikinn sem hann hlýtur að vera mjög stoltur af.

Eins og ég sagði áðan að þá vorum við að pressa þær og sækja og sækja. Ég er ánægður með þessa vinnu sem við lögðum í leikinn.“

Glenn var spurður út í hvað honum fannst fara úrskeðis í dag.

„Ég held að leikmennirnir sem þær settu inn á af bekknum er mjög góðir leikmenn. Þessir leikmenn sem komu inn á hjá þeim gerðu mjög vel.“

Núna er hefðbunda íslandsmótinu lokið en Jonathan Glenn talar um hvernig honum hefur tímabilið hafa verið til þessa. 

Það eru augnablik þar sem við hefðum geta gert betur. En ef við hornum í stigin þá erum við með einu stigi meira en Keflavík náði í fyrra. Við fórum lengra í bikarnum líka. Við höfum bætt okkur mjög vel en auðvitað er aðalmarkmiðið að halda sér í deildinni.

Næst er það umspilið þar sem Keflavík verður í harðri fallbaráttu við ÍBV og Tindastól en Glenn ræddi möguleika Keflvíkinga í umspilinu.

Hópurinn er góður. Seinustu fjórir leikir hafa verið á móti góðum liðum og við erum í góðum gír. Við unnum gegn Þrótti á dögunum en töpuðum í dag. Hópurinn er í góðu standi fyrir umspilið.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 tap gegn Val.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner