Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   sun 27. ágúst 2023 18:32
Sölvi Haraldsson
Glenn sáttur með sína leikmenn: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mér finnst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við vorum betra liðið í 80 mínútur. Eftir að þær skora seinna markið þeirra, sem var lélegt mark til að fá á sig, fórum við að stiga ofar á völlinn og sækja mun meira. Síðan seint í leiknum ná þær að skora tvö. En við getum gengið stoltar frá borði og tekið þessa frammistöðu með okkur í umspilið.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Keflavík

Jonathan Glenn var einnig spurður út í fyrri hálfleikinn sem hann hlýtur að vera mjög stoltur af.

Eins og ég sagði áðan að þá vorum við að pressa þær og sækja og sækja. Ég er ánægður með þessa vinnu sem við lögðum í leikinn.“

Glenn var spurður út í hvað honum fannst fara úrskeðis í dag.

„Ég held að leikmennirnir sem þær settu inn á af bekknum er mjög góðir leikmenn. Þessir leikmenn sem komu inn á hjá þeim gerðu mjög vel.“

Núna er hefðbunda íslandsmótinu lokið en Jonathan Glenn talar um hvernig honum hefur tímabilið hafa verið til þessa. 

Það eru augnablik þar sem við hefðum geta gert betur. En ef við hornum í stigin þá erum við með einu stigi meira en Keflavík náði í fyrra. Við fórum lengra í bikarnum líka. Við höfum bætt okkur mjög vel en auðvitað er aðalmarkmiðið að halda sér í deildinni.

Næst er það umspilið þar sem Keflavík verður í harðri fallbaráttu við ÍBV og Tindastól en Glenn ræddi möguleika Keflvíkinga í umspilinu.

Hópurinn er góður. Seinustu fjórir leikir hafa verið á móti góðum liðum og við erum í góðum gír. Við unnum gegn Þrótti á dögunum en töpuðum í dag. Hópurinn er í góðu standi fyrir umspilið.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 tap gegn Val.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner