Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 12:23
Elvar Geir Magnússon
Umtiti orðinn vegan - „Aldrei liðið betur"
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Samuel Umtiti, varnarmaður Barcelona, er hættur að borða dýra­af­urðir og orðinn vegan.

Hann segist hafa gert þetta til að komast í betra líkamlegt stand og segir að sér hafi aldrei liðið betur.

Umtiti, sem er 26 ára, hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og hefur enn ekki spilað á þessu tímabili vegna vandræða í hné.

„Ég gerðist vegan, ég borða ekki kjöt eða fisk. Ég tek þessu mjög alvarlega og borða ekki einu sinni pasta. Núna tek ég grænmetis-prótín og líður frábærlega. Ég hef lést um þrjú kíló og þurfti á því að halda," segir Umtiti.

„Ég tel að þetta muni hafa mikil áhrif á feril minn. Mér hefur aldrei liðið betur"
Athugasemdir
banner
banner
banner