Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 13:00
Fótbolti.net
Daði Bærings framlengdi við Leikni
Daði Bærings Halldórsson.
Daði Bærings Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Daði Bærings Halldórsson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Leikni í Breiðholti og er hann nú bundinn félaginu út tímabilið 2024.

Þessi 24 ára leikmaður spilaði stórt hlutverk hjá Leikni sem hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og náði í fyrsta sinn í sögu félagsins að halda sér í efstu deild.

„Það er okkur mikil ánægja að kynna að nýverið skrifaði, miðjumaðurinn, Daði Bærings undir nýjan samning við Leikni. Daði er uppalinn hjá Leikni og hefur lofað að spila hjá okkur um ókomin ár. Við hlökkum til að sjá hann á vellinum á komandi leiktíð," segir á heimasíðu Leiknis.

Daði spilaði 21 af 22 leikjum Leiknis í deildinni í sumar. Hann missti af einum leik þar sem hann tók út leikbann.

Sjá einnig:
„Núll prósent líkur" á að Manga verði áfram - Komið til tals að fá Hannes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner