Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Núll prósent líkur" á að Manga verði áfram - Komið til tals að fá Hannes
Hvað gerir Hannes?
Hvað gerir Hannes?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manga verður ekki áfram.
Manga verður ekki áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir leikmenn sem eru að renna út á samningi hjá Leikni þetta haustið. Máni Austmann, Daði Bærings Halldórsson og Brynjar Hlöðversson voru í stórum hlutverkum og þeir Ernir Bjarnason og Arnór Ingi Kristinsson komu einnig talsvert við sögu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, ræddi við Fótbolta. net í gær og var spurður út í leikmannamálin.

„Það er ekki 100% með neinn , við erum að meta stöðuna, skoða hópinn og sjá hvað leikmennirnir vilja gera," sagði Siggi aðspurður um stöðu þessara samningslausu leikmanna.

Leiknir var með tvo leikmenn frá Suður-Ameríku í sumar. Er möguleiki á því að Manga Escobar verði áfram?

„Nei, það eru núll prósent líkur á því. Octavio er líka á förum, hvorugur þeirra verður með okkur á næsta tímabili."

Eðlileg þróun á ferli Smit - Komið til tals að fá Hannes
Greint var frá því á dögunum að Guy Smit væri að ganga í raðir Vals. Voru það vonbrigði að hann ákvað að halda annað?

„Nei, það voru ekki vonbrigði. Við vorum alveg viðbúnir því, okkur fannst það eðlilegt þróun á hans ferli að hann færi í stærra félag. Hann hefur alltaf verið á eins árs samningi og metnaðurinn hans liggur í að fara í Val sem er bara flott."

Óvissa ríkir um framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar hjá Val en hann er uppalinn hjá Leikni. Hefur komið til tals að reyna fá Hannes heim í Holtið? „Já, það hefur alveg verið rætt en ekkert farið neitt lengra en það."

Breiðhyltingurinn Óttar Bjarni Guðmundsson er að renna út á samningi hjá ÍA. Hafiði verið í bandi við hann?

„Nei, við höfum ekki gert það, hann er í flottu verkefni hjá ÍA núna. Við höfum ekkert haft samband við ÍA eða hann varðandi hans mál," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner