Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 27. október 2021 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Þriðja tap Barcelona - Falcao hetjan
Radamel Falcao fagnar sigurmarki sínu
Radamel Falcao fagnar sigurmarki sínu
Mynd: EPA
Barcelona tapaði þriðja deildarleik sínum á þessari leiktíð er það beið lægri hlut fyrir Rayo Vallecano í kvöld, 1-0. Radamel Falcao gerði sigurmarkið eftir hálftímaleik.

Ekkert virðist ganga hjá Barcelona undir stjórn Ronald Koeman og styttist í að hann verði látinn fara frá félaginu. Falcao skoraði mark Rayo á 30. mínútu eftir sendingu frá Oscar Trejo.

Börsungar fengu vítaspyrnu á 71. mínútu eftir að Memphis Depay var tekinn niður í teignum. Depay fór sjálfur á punktinn en markvörður Rayo varði frá honum.

Gestirnir reyndu og reyndu en jöfnunarmarkið kom ekki og lokatölur því 1-0 fyrir Rayo. Barcelona er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig en Rayo með 19 stig í 5. sæti.

Sevilla er þá á toppnum eftir 1-1 jafntefli gegn Mallorca. Antonio Sanchez kom Mallorca yfir á 22. mínútu áður en Erik Lamela jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sevilla er með 21 stig á toppnum.

Úrslit og markaskorarar:

Mallorca 1 - 1 Sevilla
1-0 Antonio Sanchez ('22 )
1-1 Erik Lamela ('73 )
Rautt spjald: Jaume Costa, Mallorca ('90)

Rayo Vallecano 1 - 0 Barcelona
1-0 Radamel Falcao ('30 )
1-0 Memphis Depay ('72 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner