Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 14:40
Elvar Geir Magnússon
Klósettseta hengd á Zlatan styttuna
Mynd: Twitter
Eins og við greindum frá í morgun eru stuðningsmenn Malmö allt annað en sáttir eftir að opinberað var að dáðasti sonur félagsins, Zlatan Ibrahimovic, hefði keypt stóran hlut í Hammarby.

Zlatan ætlar sér stóra hluti með Hammarby og meðal annars aðstoða við að bæta unglingastarfið og auka markaðsvirði félagsins.

Í síðasta mánuði var vígð stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö en óttast er að hún verði eyðilögð.

Eins og sjá má þá var klósettseta hengd á styttuna en lögreglan hefur verið að vakta hana í dag.

„Styttan hefur enga merkingu núna miðað við það sem hann er að gera. Hann vill að annað félag verði stærra og betra en félagið sem bjó hann til. Hann vinnur gegn Malmö sem borg," segir Kaveh Hosseinpour, varaforseti stuðningsmannahóps Malmö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner