Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 27. nóvember 2019 10:32
Elvar Geir Magnússon
Mikil ólga og reiði í Malmö eftir fréttirnar af Zlatan
Það er stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö.
Það er stytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö.
Mynd: Malmö
Fréttir þess efnis að Zlatan Ibrahimovic væri búinn að kaupa stóran hlut í Hammarby hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum Malmö.

Zlatan er með háleitar hugmyndir með Hammarby og ætlar að markaðssetja félagið erlendis. Hann hefur meðal annars sagst ætla að sjá til þess að fótboltaáhugafólk um allan heim þekki merki Hammarby.

Zlatan er uppalinn hjá Malmö og aðalliðsferill hans hófst hjá félaginu. Ekki er langt síðan sett var upp stytta af honum fyrir utan leikvang Malmö.

„Fólk er ekki sátt við þetta. Sumir eru sárir og hafa orðið fyrir vonbrigðum, sumir eru reiðir og sumum finnst þetta heimskulegt," segir Kaveh Hosseinpour, varaforseti stuðningsmannahóps Malmö.

„Styttan hefur enga merkingu núna miðað við það sem hann er að gera. Hann vill að annað félag verði stærra og betra en félagið sem bjó hann til. Hann vinnur gegn Malmö sem borg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner