
Yassine Bounou, markvörður Marokkó, átti að vera í byrjunarliðinu í leiknum gegn Belgíu sem nú er í gangi.
Bounou hitaði upp, labbaði út með liðinu og var með í þjóðsöngnum. Hann tók í höndina á leikmönnum Belgíu en eftir það hvarf kappinn hins vegar áður en leikurinn hófst. Þá var Munir mættur í markið hjá Marokkó.
Gunnar Birgisson, lýsari á Rúv, tók ekki eftir þessu og hrósaði Bounou fyrir markvörslur sínar nánast allan fyrri hálfleikinn.
Gunnar var ekki einn um þetta en það tók BBC stöðina á Englandi einnig um 38 mínútur að átta sig á því að Munir væri í markinu.
Bounou á að hafa kvartað yfir því fyrir leik að honum liði illa og því virðist þjálfarinn hafa tekið sú ákvörðun á allra síðustu stundu að skipta um markvörð.
Athugasemdir