Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sinna í gær
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem hann lét falla eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli gegn Feyenoord í Meistaradeildinni í gær.

Það var í raun ótrúlegt að sjá Guardiola eftir leikinn en hann mætti í viðtöl með klórför á enninu og sár á nefinu.

„Ég vil skaða sjálfan mig," sagði Guardiola og brosti eftir leikinn.

Það voru einhverjir sem tóku illa í þessi ummæli Guardiola en hann hefur núna birt yfirlýsingu vegna þeirra.

„Ég fékk spurningar sem komu mér á óvart en ég útskýrði að beitt nögl hefði orsakað sár sem ég var með á nefinu. Það var alls ekki ætlun mín með svarinu að gera lítið úr alvarlegu máli eins og sjálfskaða," segir Guardiola.

„Ég veit að margir fást við andleg vandamál á hverjum degi og ég vil benda fólki á eina leið til að fá hjálp."

Guardiola bendir svo á símanúmer og netfang sem hægt er að hafa samband við til þess að fá aðstoð.

Hægt er að lesa um sjálfsskaða og leiðir til þess að sækja sér hjálp með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner