Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að liðið verði að vinna Liverpool um helgina.
Man City hefur gengið illa að undanförnu og er nú komið átta stigum á eftir toppliði Liverpool.
Liðin eigast við á Anfield á sunnudag en tap þar gæti verið dýrkeypt þegar talið er upp úr stigapokanum fræga í lok tímabils.
„Við verðum líklega að vinna Liverpool til þess að halda okkur inn í titilbaráttunni, því ellefu stig væri mjög stórt bil.“
„Við erum ekki komin langt inn í tímabilið og margir leikir sem á eftir að spila þannig það getur margt gerst og ekki bara hjá okkur heldur líka hjá öðrum liðum. Við verðum auðvitað að líta í spegil og reyna gera hlutina betur og það sem allra fyrst. Við tökum þessu, verum áfram auðmjúkir, setjum alla einbeitingu í þetta og reynum að undirbúa okkur af fremsta megni fyrir erfiðan leik,“ sagði Gündogan við Times.
Athugasemdir