Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. janúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Sæti í úrslitum Reykjavíkurmótsins í boði
Valur er mikið líklegri aðilinn fyrir leikinn í kvöld.
Valur er mikið líklegri aðilinn fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langa íslenska undirbúningstímabilið heldur áfram í dag og verða tveir leikir spilaðir.

Í Reykjavíkurmóti kvenna tekur Víkingur Reykjavík á móti Val. Það verður fróðlegt að sjá hvort Víkingar, sem eru í Lengjudeildinni, geti staðið í Valskonum, sem eru eitt besta lið Pepsi Max-deildarinnar.

Þetta er lokaleikurinn í riðlinum en Valur vinnur riðilinn með annað hvort sigri eða jafntefli. Víkingur er án stiga fyrir leikinn en það eru aðeins þrjú lið í riðlinum. KR er einnig í honum en hefur leikið báða leiki sína. Sigurliðið í riðlinum mun spila við Fylki í úrslitaleik.

Flautað verður til leiks klukkan 19:00 á Víkingsvelli en klukkutíma síðar hefst leikur KV og Árborgar í C-deild Fótbolta.net mótsins. Leikið verður á KR-velli í Vesturbæ.

fimmtudagur 28. janúar

Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill
19:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 2
20:00 KV-Árborg (KR-völlur)
Athugasemdir
banner
banner