Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham reynir að fá Kulusevski að láni
Mynd: EPA
Tottenham er í viðræðum við Juventus um að fá Dejan Kulusevski. Kulusevski kæmi þá á láni út tímabilið.

Það hefur lítið gengið í glugganum hjá Tottenham til þessa en þetta myndi auka breiddina fram á við.

Kulusevski er sænskur landsliðsmaður sem bæði getur spilað á miðjunni sem og á kantinum. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en ekkert hefur verið rætt um möguleika á kaupum á þessu stigi viðræðanna.

Svíinn er 21 árs gamall og er uppalinn hjá Brommapojkarna og Atalanta. Hann lék með Parma á láni tímabilið 2019/20 og fyrri hluta árs 2020. Juventus keypti hann í janúar 2020 og hefur hann skorað fimm mörk í 55 deildarleikjum. Hann hefur til þessa spilað tuttugu A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner