Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Marsch vill ekki missa Harrison til Leicester
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, var kátur eftir sigur á útivelli í enska bikarnum í dag.


Leeds lagði Accrington Stanley að velli þar sem Jack Harrison átti flottan leik. Harrison skoraði og lagði upp í 1-3 sigri þar sem Patrick Bamford átti tvær stoðsendingar og Luis Sinisterra komst á blað ásamt Junior Firpo.

Hinn 26 ára gamli Harrison er eftirsóttur af Leicester City en Marsch segist ekki vilja missa kantmanninn sinn. Harrison byrjaði úrvalsdeildartímabilið af krafti en hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í síðustu fjórtán deildarleikjum.

„Mér líkar mjög vel við Jack sem manneskju, hann er einn af ótrúlegustu einstaklingum sem ég hef nokkurn tímann þjálfað. Okkur líkar vel við hann hjá félaginu og við viljum halda honum. Hann er að skila góðum frammistöðum og það er lykilatriði fyrir okkur að halda honum í góðu líkamsstandi. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður virkilega vel af hólmi," sagði Marsch eftir sigurinn.

Harrison á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Leeds og hefur Marsch rætt við leikmanninn um sögusagnirnar sem eru á sveimi.

„Það er ekki auðvelt að halda sömu einbeitingu og áður þegar það eru svona sögusagnir á sveimi. Ég er búinn að ræða við hann um þetta á mjög einlægan hátt.

„Honum líður vel hérna og okkur líkar vel við hann, það er allt sem ég get sagt um framtíðina hans hjá félaginu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner