Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   þri 28. janúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boniface fjarverandi á æfingum út af viðræðum
Victor Boniface.
Victor Boniface.
Mynd: EPA
Victor Boniface var fjarverandi á æfingu hjá Bayer Leverkusen í morgun þar sem hann er í viðræðum við Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Al-Nassr er í leit að nýjum sóknarleikmanni til að deila sóknarlínunni með Sadio Mané og Cristiano Ronaldo.

Anderson Talisca hefur sinnt því hlutverki en hann er farinn til Fenerbahce í Tyrklandi.

Boniface er 24 ára gamall og hefur skorað 20 mörk í 33 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í þýska boltanum, auk þess að gefa níu stoðsendingar.

Leverkusen borgaði 20 milljónir evra fyrir Boniface og er talið vilja minnst 50 milljónir evra til að selja hann áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner