Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shearer gagnrýnir Rashford: Verður að fara taka ábyrgð
Mynd: EPA

Alan Shearer gagnrýndi Marcus Rashford framherja Manchester United í umfjöllun BBC á leik United gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í kvöld.


Shearer gagnrýndi Rashford fyrir líkamstjáningu sína inn á vellinum.

„Gerðu það Marcus, stattu upp. Hættu að veifa höndunum. Þú verður að gera vetur, ég kann ekki að meta líkamstjáninguna hans stundum. Hann er að reyna að segja stuðningsmönnunum að þetta sé ekki honum að kenna. Þú sem einstaklingur verður að fara taka ábyrgð fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Stattu upp og haltu áfram," sagði Shearer.

Staðan er markalaus þegar stundarfjórðungur er eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner