Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um Antony: Getur verið óstöðvandi en þarf að bíða eftir tækifærinu
Antony
Antony
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin greindu frá því í gær að Manchester United ætlar að reyna að selja brasilíska vængmanninn Antony í sumar, en Erik ten Hag, stjóri félagsins, vísaði þeim orðróm til föðurhúsanna, er hann ræddi leikmanninn á blaðamannafundi í gær.

Brasilíumaðurinn er að eiga erfitt tímabil og aðeins komið að tveimur mörkum í 26 leikjum í öllum keppnum.

Það kom í sama leiknum í 2-0 sigri á Newport County í 3. umferð enska bikarsins í byrjun ársins.

Í síðustu leikjum hefur hann fengið fáar mínútur til að spreyta sig en Ten Hag er viss um að hann eigi enn eftir að sýna sitt besta í United-treyjunni.

„Ég hef stutt við bakið á Antony í langan tíma. Ég þekki hæfileika hans. Þegar hann spilar eins og ég veit að hann getur spilað þá er hann óstöðvandi. Enginn varnarmðaur getur stöðvað hann því hann er svo snöggur leikmaður á fyrstu tíu metrunum.“

„Þegar hann spilar þann leik þá mun hann standa sig. Ég er mjög viss um að hann eigi eftir að gera það í framtíðinni. Ég veit að hann hefur þrautseigju og karakter til berjast á móti. Ég mun styðja hann áfram í því, en núna þarf hann að bíða eftir tækifærinu,“
sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir
banner
banner