Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sé Ighalo ekki neita samningstilboði United ef það kemur"
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum stjarna hjá Arsenal, er með þau skilaboð til stuðningsmanna Manchester United að óttast ekki um framtíð Odion Ighalo eftir að Shanghai Shenhua bauð framherjanum svimandi há laun.

Ighalo kom á lánssamningi frá Shanghai til United frá kínverska félaginu í janúar og hefur spilað vel frá komu sinni.

„Þegar þú kemur á láni þá ertu hungraður í að vera keyptur, sýna þig og sanna hjá félaginu og í að þagga niður í efasemdarröddum. Eftir að þú býður leikmanni samning þá getur komið upp sú staða að hann haldi að hann þurfi ekki að erfiða meira," sagði Merson við Sky Sports.

„Hann byrjaði einnmitt frábærlega hjá Watford en svo hætti hann að skora. Ef er horft á spilamennskuna síðan hann kom í janúar er erfitt að losa sig við hann."

„Ekki hafa áhyggjur af ofursamningnum í Kína. Ighalo hefur sagt alla réttu hlutina síðan hann kom; draumar um að spila hjá félaginu og fleira. Ég sé Ighalo ekki neita samningstilboði United ef það kemur."

„Allt hefur gengið upp hjá honum til þessa og ef hann fær tækifæri til að vera áfram yrði ég gífurlega hissa ef hann ákveður að fara,"
sagði Merson að lokum.

Sjá einnig:
Shanghai Shenhua býður Ighalo risasamning
Athugasemdir
banner
banner
banner