Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. mars 2021 08:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Danirnir tæta okkar lið ef við spilum eins og gegn Rússum"
Icelandair
Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Capellas, þjálfari danska liðsins.
Albert Capellas, þjálfari danska liðsins.
Mynd: NordicPhotos
Íslenska U21 landsliðið mætir því danska klukkan 13:00 á Evrópumótinu en leikurinn verður sýndur beint á RÚV.

Tómas Ingi Tómasson er einn af sérfræðingum RÚV en hann var aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins sem fór á lokakeppnina 2011. Tómas Ingi ræddi um landsliðin í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær.

Hann reiknar með afar erfiðum leik gegn Dönum en íslenska liðið olli honum vonbrigðum í 4-1 tapinu gegn Rússum á fimmtudag.

„Þetta er ekkert búið þó þetta hafi farið illa, en maður er búinn að vera að horfa á Danmörku og Frakkland. Þau eru ágæt! Þessi sending í sigurmarki Dana gegn Frökkum á að vera bönnuð innan átján, það er langt síðan maður hefur séð svona flotta sendingu og flott hlaup passa saman," segir Tómas Ingi.

Sjá einnig
Sjáðu markið: Magnað spil hjá U21 liði Dana gegn Frökkum

Hann vill sjá breytingar á íslenska liðinu.

„Ég myndi strax fara í tvo varnarsinnaða miðjumenn, alveg um leið. Ég myndi leggja mun neðar með liðið. Þeir verða tættir af Dönum ef þeir ætla að spila svipað og gegn Rússum, svona framarlega á vellinum," segir Tómas Ingi.

„Það má líkja þessu danska liði við Spánverja Skandinavíu enda með spænskan þjálfara sem hefur því miður ekki enn lært að tapa með þá. Danir eru alltaf vel mannaðir og góðir í þessum U21 landsliðum."

Spánverjinn Albert Capellas stýrir danska liðinu en hann starfaði lengi við þjálfun í La Masia akademíu Barcelona. Danir unnu 1-0 sigur gegn Frökkum í fyrstu umferð og verða erfiður andstæðingur.

„Við þurfum að þétta hópinn. Ég hef séð marga leiki með U21 landsliðinu okkar og hef hrifist af varnarleiknum og varnarvinnunni frá fremsta manni til aftasta. Í leiknum gegn Rússum var eins og allar tengingar hafi rofnað og hjálpin til náungans var eiginlega engin. Menn voru einir að baxa og svo var tekinn þríhyrningur framhjá þeim," segir Tómas Ingi.

„Það þarf bara að grafa þennan leik og lítið annað hægt að gera en að læra hvar á að standa á vellinum á svona móti. Rússarnir hafa komið einhverjum óvart og eru betri en menn héldu, en mér finnst það samt ótrúlegt með alla tækni sem til er og leikgreiningu að þetta rússneska lið hafi komið einhverjum á óvart."
Útvarpsþátturinn - Landsliðin beint í æð og staðan á íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner