Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 28. mars 2025 20:36
Anton Freyr Jónsson
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta bara vera flottur leikur hjá okkur. Þær voru samt alveg að ógna í síðari hálfleik fannst mér en heilt yfir þá fannst mér við spila alveg frábærlega og sérstaklega í fyrri hálfleik." sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðablik eftir 4-1 sigurinn á Þór/KA og liðið er Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2025.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik fór inn í hálfleik með 2-0 forskot og hefði forskotið geta verið stærra þegar liðin gengu til búningsherbegja.

„Það má alveg segja það. Við fengum talsvert fleiri færi en mörkin segja til um en það sem ég tek út úr þessu er að við erum að koma okkur í færi. Við erum að spila frábærlega á móti hörku liði. Þær eru búnar að vera í topp 5 síðustu ár þannig þetta er bara núna þessi leikur og meistarar meistaranna og svo er mótið að byrja þannig það er bara alvaran."

Breiðablik og Valur mætast í meistarar meistaranna eftir tæpar tvær vikur og er það síðasta general prufa liðanna fyrir alvöruna en Besta deildin byrjar 15.apríl. 

„Það er bara frábært að fá þessa leiki. Þetta eru svona aðeins líkari leikir, þessi úrslitaleikur og svo meistarar meistaranna og við horfum á þetta sem alvöru leiki og við lítum á það þannig."

„Mér finnst vera tilhlökkun í hópnum, við höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp og núna. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum, líka á bekknum og eigum eftir að fá nokkrar heim frá Bandaríkjunum þannig við erum bara mjög vel settar fyrir sumarið."


Athugasemdir
banner
banner