Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fös 28. mars 2025 20:36
Anton Freyr Jónsson
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta bara vera flottur leikur hjá okkur. Þær voru samt alveg að ógna í síðari hálfleik fannst mér en heilt yfir þá fannst mér við spila alveg frábærlega og sérstaklega í fyrri hálfleik." sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðablik eftir 4-1 sigurinn á Þór/KA og liðið er Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2025.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik fór inn í hálfleik með 2-0 forskot og hefði forskotið geta verið stærra þegar liðin gengu til búningsherbegja.

„Það má alveg segja það. Við fengum talsvert fleiri færi en mörkin segja til um en það sem ég tek út úr þessu er að við erum að koma okkur í færi. Við erum að spila frábærlega á móti hörku liði. Þær eru búnar að vera í topp 5 síðustu ár þannig þetta er bara núna þessi leikur og meistarar meistaranna og svo er mótið að byrja þannig það er bara alvaran."

Breiðablik og Valur mætast í meistarar meistaranna eftir tæpar tvær vikur og er það síðasta general prufa liðanna fyrir alvöruna en Besta deildin byrjar 15.apríl. 

„Það er bara frábært að fá þessa leiki. Þetta eru svona aðeins líkari leikir, þessi úrslitaleikur og svo meistarar meistaranna og við horfum á þetta sem alvöru leiki og við lítum á það þannig."

„Mér finnst vera tilhlökkun í hópnum, við höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp og núna. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum, líka á bekknum og eigum eftir að fá nokkrar heim frá Bandaríkjunum þannig við erum bara mjög vel settar fyrir sumarið."


Athugasemdir
banner
banner