Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   fös 28. mars 2025 20:36
Anton Freyr Jónsson
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta bara vera flottur leikur hjá okkur. Þær voru samt alveg að ógna í síðari hálfleik fannst mér en heilt yfir þá fannst mér við spila alveg frábærlega og sérstaklega í fyrri hálfleik." sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðablik eftir 4-1 sigurinn á Þór/KA og liðið er Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2025.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik fór inn í hálfleik með 2-0 forskot og hefði forskotið geta verið stærra þegar liðin gengu til búningsherbegja.

„Það má alveg segja það. Við fengum talsvert fleiri færi en mörkin segja til um en það sem ég tek út úr þessu er að við erum að koma okkur í færi. Við erum að spila frábærlega á móti hörku liði. Þær eru búnar að vera í topp 5 síðustu ár þannig þetta er bara núna þessi leikur og meistarar meistaranna og svo er mótið að byrja þannig það er bara alvaran."

Breiðablik og Valur mætast í meistarar meistaranna eftir tæpar tvær vikur og er það síðasta general prufa liðanna fyrir alvöruna en Besta deildin byrjar 15.apríl. 

„Það er bara frábært að fá þessa leiki. Þetta eru svona aðeins líkari leikir, þessi úrslitaleikur og svo meistarar meistaranna og við horfum á þetta sem alvöru leiki og við lítum á það þannig."

„Mér finnst vera tilhlökkun í hópnum, við höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp og núna. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum, líka á bekknum og eigum eftir að fá nokkrar heim frá Bandaríkjunum þannig við erum bara mjög vel settar fyrir sumarið."


Athugasemdir
banner
banner
banner