Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fös 28. mars 2025 20:36
Anton Freyr Jónsson
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Agla María Albertsdóttir fyrirliða Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þetta bara vera flottur leikur hjá okkur. Þær voru samt alveg að ógna í síðari hálfleik fannst mér en heilt yfir þá fannst mér við spila alveg frábærlega og sérstaklega í fyrri hálfleik." sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðablik eftir 4-1 sigurinn á Þór/KA og liðið er Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2025.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Breiðablik fór inn í hálfleik með 2-0 forskot og hefði forskotið geta verið stærra þegar liðin gengu til búningsherbegja.

„Það má alveg segja það. Við fengum talsvert fleiri færi en mörkin segja til um en það sem ég tek út úr þessu er að við erum að koma okkur í færi. Við erum að spila frábærlega á móti hörku liði. Þær eru búnar að vera í topp 5 síðustu ár þannig þetta er bara núna þessi leikur og meistarar meistaranna og svo er mótið að byrja þannig það er bara alvaran."

Breiðablik og Valur mætast í meistarar meistaranna eftir tæpar tvær vikur og er það síðasta general prufa liðanna fyrir alvöruna en Besta deildin byrjar 15.apríl. 

„Það er bara frábært að fá þessa leiki. Þetta eru svona aðeins líkari leikir, þessi úrslitaleikur og svo meistarar meistaranna og við horfum á þetta sem alvöru leiki og við lítum á það þannig."

„Mér finnst vera tilhlökkun í hópnum, við höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp og núna. Við erum með góða leikmenn í öllum stöðum, líka á bekknum og eigum eftir að fá nokkrar heim frá Bandaríkjunum þannig við erum bara mjög vel settar fyrir sumarið."


Athugasemdir