Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breyting hjá Víkingi skömmu fyrir leik - Daníel inn fyrir Ekroth
Oliver Ekroth dettur úr liðinu
Oliver Ekroth dettur úr liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur heimsækir Val í Bestu deildinni á eftir en það er flautað til leiks klukkan 19:15.

Víkingur tilkynnti um breytingu á byrjunarliðinu rétt fyrir leik en Oliver Ekroth dettur út.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

Ekroth spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í síðustu umferð en hann hafði verið fjarverandi vegna meiðsla. Daníel Hafsteinsson kemur inn í liðið í hans stað.

Víkingur tapaði óvænt gegn Aftureldingu í síðustu umferð og er með sex stig eftir þrjár umferðir en Valur er með fimm stig. Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Víkings og mætir því á sinn gamla heimavöll.
Athugasemdir
banner