Elvar Geir og Tómas Þór segja ljóst að Valsmenn telji sig geta tekið Íslandsmeistaratitilinn eftir að þeir sóttu markvörðinn Frederik Schram aftur frá Danmörku.
Fyrir helgi tilkynnti valur um endurkomu Frederiks en Ögmundi Kristinssyni hefur gengið illa að hrista af sér meiðsli sem hafa verið að plaga hann.
Fyrir helgi tilkynnti valur um endurkomu Frederiks en Ögmundi Kristinssyni hefur gengið illa að hrista af sér meiðsli sem hafa verið að plaga hann.
„Ömmi getur víst hvorki skutlað sér né sparkað og því hefur Stefán verið í markinu. Maður hefur áhyggjur af Ömma ef hann er þetta slæmur. Það er spurning hvort hann fari fyrir lok gluggans, Valur hefur væntanlega ekki áhuga á að vera að borga honum og Frederik Schram," segir Tómas Þór.
„Frederik er einn besti markvörður deildarinnar og þetta er bara risastór yfirlýsing frá Val. Titillinn er bara í lausu lofti miðað við byrjunina á mótinu," segir Elvar.
Fyrir mótið bjuggust flestir við því að Víkingur og Breiðablik myndu hafa ákveðna yfirburði í Bestu deildinni í sumar en miðað við byrjunina er alls ekki víst að svo verði.
„Hann er stórkostlegur á milli stanganna. Valsmenn hafa séð hvernig þetta mót fer af stað. Það er ekkert lið mjög sannfærandi. Blikarnir virðast sterkastir í hausnum en hafa ekki farið fljúgandi af stað. Víkingarnir hafa verið stórfurðulegir í síðustu tveimur leikjum. Af hverju ætti Valur ekki að láta sig dreyma um að taka þátt í þessu?" segir Tómas Þór.
Valur og Víkingur mætast í afskaplega áhugaverðum leik í Bestu deildinni í kvöld klukkan 19:15 á Hlíðarenda.
Athugasemdir