Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Samúel Már heim í KV (Staðfest)
Mynd: KV
Samúel Már Kristinn er mættur aftur heim í KV á láni frá Þrótti R. en þetta kemur fram í tilkynningu frá KV-mönnum.

Varnarmaðurinn þekkir vel til hjá KV en hann á að baki yfir 80 leiki með liðinu í deild- og bikar, og fór með liðinu upp um tvær deildir árin 2020 og 2021.

Samúel, sem er 24 ára gamall, er uppalinn í KR, en skipti síðan yfir í KV þar sem hann náði að vaxa og dafna.

Síðustu ár hefur hann flakkað um en hann spilaði með Fjölni og Kríu árið 2023 en skipti síðan yfir í Þrótt um áramótin.

Á síðasta ári lék hann 9 leiki með Þrótturum í Lengjudeildinni fyrri hluta mótsins en var síðan lánaður í KV síðari hlutann þar sem hann lék 10 leiki og skorað 5 mörk í 3. deildinni.

Hann er nú mættur aftur til KV á láni og mun leika með liðinu í sumar.

Samúel spilaði fyrsta leik sinn með KV á þessu tímabili er liðið tapaði fyrir Fylki, 6-1, í Mjólkurbikarnum í byrjun mánaðarins og verður væntanlega í eldlínunni þegar KV mætir Hvíta riddaranum í 1. umferð 3. deildar á föstudag.
Athugasemdir
banner